|

miðvikudagur, ágúst 25, 2004

??????

er komin með nýtt blogg, www.lisan.blogdrive.com

laugardagur, ágúst 21, 2004

Menningarnótt

hellú honís,
jamms, þá er maður nú kominn suður og hvað haldiði???? Jebb, það var sko ákveðið að halda allríflega upp á komu mína til höfuðborgarinnar og soðin saman heil menningarnótt!!! Toppaðu það!!! Mér finnst þetta náttúrulega mjög mikill heiður en kannski fullmikið gert úr því að ég verði í sumarfríi í 10 daga hér í Reykjavík, en hei - ef fólk vill hafa þetta svona þá er það bara alveg í góðu lagi mín vegna (kannski soldið dýrt, en ok).

Ég er sko búin að eiga magnaða daga á Akureyri eftir að mamma, Unnur og Stína komu til mín. Það er búið að hlægja út í eitt og hafa það svoooo gaman, fórum til dæmis út í Hrísey á fimmtudaginn og gengum um eyjuna og fengum okkur svo Galloway nautakjöt í Brekku og GUÐ MINN GÓÐUR hvað það er gott kjöt og ég ætla sko aftur þangað einhvern daginn og fá mér að borða. Ég átti bara varla til orð, kjötið hreinlega bráðnaði í munninum á mér, nammmmmm. Það var samt eitt sem mér fannst ferlega asnalegt með Hrísey og það er að það er engin fríhöfn! Ég meina, maður er nú að fara af fastalandinu og út í eyju, ætti maður ekki að hafa tækifæri til að komast í gegnum fríhöfn???? Ég væri ekkert á móti því allavega.....held að fríhafnarráðherrann ætti að skoða þetta mál aðeins betur.

Nú er annar hópur Bifrestinga farinn til útlanda, Bertína og Hjálmar fóru fyrst, og núna fyrir 3 dögum fór myndarlegur hópur til USA og mann hlakkar ekkert smá að heyra frá þeim ferðasöguna og svona hvað gerðist fyrstu dagana. Svo styttist nú í brottför okkar Írisar og Rósu, 9 dagar núna.....!!!!

Læt þetta duga af bloggi fyrir klukkan 10 á laugardagsmorgni í Reykjavík ;)

sunnudagur, ágúst 15, 2004

sorg

já, nú er maður bara að fara frá Akureyrinni fljótlega - finnst eins og verið sé að taka eitthvað verulega verðmætt frá mér en er að hugga mig við það að ég kem nú aftur :) Játs, ég skal sko koma aftur. Fékk dýrmæta aðstoð frá honum Axel í dag við að flytja og núna er bara litla íbúðin mín GALTÓM!!!!! Skelfilegt alveg. En ástarþakkir Axel fyrir hjálpina :)

Blogga meira síðar, krefst engu að síður margra commenta.........as usual

mánudagur, ágúst 09, 2004

Só trú

Helgin var æði. Hafið þið einhvern tímann átt helgar sem eru bara svo góðar að þið viljið ekki að þær taki enda? Ég átti eina svona núna og ég væri sko alveg til í að eiga aðra svona helgi. Skemmtun, verslunarleiðangrar, góður félagsskapur, djamm, góður matur, mikið slúðrar og mikið trúnó ? óbój það gerist ekki betra sko! Vilborg systir, Íris og Sigrún kíktu nebbbblilega í heimsókn sko.....Svo hitti ég líka alveg helling af úrvalsfólki á djamminu á laugardagskvöldið, jebb alveg verulegt úrvalsfólk..... hóst hóst híhí.

En nú er að koma að því að ég fari að fara suður eftir alveg frábært sumar, ég er bara svo hrikalega ánægð með sumarið og hefði sko engan veginn viljað missa af þessu. Allt fólkið sem ég kynntist og allt það skemmtilega sem ég gerði. Ég hef líka haft nægan tíma til að taka til í lífinu mínu og hefur bara orðið nokkuð vel ágengt þó svo að maður hafi líka þurft að byrja nokkrum sinnum upp á nýtt. En ég er ekki frá því að maður hafi rosalega gott af því að gera svona hluti, flytja bara út á land og vera einn með sjálfum sér, ég er allavega hrikalega ánægð með það að hafa gert þetta. Samt skrýtið að hitta fjölskylduna svona lítið og ekki verður meira af því í haust þar sem maður er að fara til úglandanna fram að jólum. En ég er sko alveg búin að lenda í því að standa frammi fyrir hinum ýmsu aðstæðum í sumar sem ég hefði alveg viljað sleppa en maður kemst nú alltaf í gegnum allt með því að standa með sjálfum sér, ég er þó búin að læra það, enda ekki seinna vænna þegar maður fer að detta inn á fertugsaldurinn næsta vor hehehee. Maður er búinn að vera blú og maður er búinn að vera kátur en svona í heildina er ég búin að vera kát og hress....... promis.

Ég vildi bara nota tækifærið og þakka þeim sem komu í heimsókn til mín í sumar fyrir frábærar stundir og mikinn hlátur og gleði.

Veit ekki hvað ég næ að blogga mikið á næstunni, þarf að fara að pakka mér niður og gera ráðstafanir til að koma búslóðinni minni suður og já, bíllinn minn er til sölu ef einhvern vantar ódýran en góðan bíl, og þá er ég að tala um svona 60 þús fyrir 90 módel af Subaru Justy. Spread the word pípol......

mánudagur, ágúst 02, 2004

Versló að baki

jebb, verlsunarmannahelgin bara búin :( og maður var að vinnnnnnna alla helgina, gaman að því. Hef ekki unnið um verslunarmannahelgi síðan ég bara næstum man ekki hvenær, allavega var ég að vinna sumarið 1995 á Síldarævintýrinu á Siglufirði......vó long tæm agó.

Ég fékk góða gesti í heimsókn á föstudaginn, foreldra mína og frænku mína og manninn hennar. Við skelltum okkur í smá túristaleik á laugardaginn, fórum í búðir og höfðum það gaman og skelltum okkur svo út að borða þegar ég var búin að vinna á laugardagskvöldið. Til að fá smá stemningu í kroppinn var farið í bæinn á laugardagskvöldið, kíkt á pöbba og mannlífið skoðað. Ég var ógurlega róleg og drakk bara eitt hvítvínsglas og einn bjór, geri aðrir betur þessa helgina ;) En ég verð nú að segja það að það var ekkert nema gaman að vinna þessa helgina á Kaffinu, stemningin var rosaleg. Gæti samt alveg hugsað mér að vera í fríi næstu verslunarmannahelgi....sjáum til.

Æi ég veit ekki hvað ég á að segja meira í bili, er frekar þreytt og andlaus eitthvað þannig að ég bið bara að heilsa í bili.

Knús og kossar á línuna

miðvikudagur, júlí 28, 2004

Verslunarmannahelgin!!!!!

Jebb, hef ákveðið að blogga fyrirfram um verslunarmannahelgina, þar sem ég verð að VINNA og ekkert að djamma, horfi bara á allt fallega og fína fólkið skemmta sér á meðan ég er sveitt fyrir innan barinn eða í eldhúsinu að þjóna þeim.....jummmí ég get verið svo girnileg hehehehe.

Annars ætla mínir ástkæru foreldrar að droppa í heimsókn á föstudagskvöldið og reyndar koma önnur hjón með þeim og þetta fólk ætlar allt að gista í fallegu sætu íbúðinni minni um helgina. Eina sem ég virkilega hlakka til um helgina er einmitt að fara út að borða á laugardagskvöldið með þessu fólki enda eru þetta annálaðir stuðboltar!!! En talandi um stuðbolta - haldiði að stelpan hafi ekki haldið bara gott 15 manna partý í "Littlewille" á föstudaginn??? Og það sem var ennþá betra var að ég þekkti ekki helminginn af þessu liði, pælið í því. En ég kannaðist við öll andlitin daginn eftir þegar ég skoðaði myndirnar sem við Linda tókum um kvöldið....ussssss sukk og svínari enda vorum við frekar fullar, ja sem og aðrir sem mættu í "Littlewille" þetta kvöld. Ferð okkar lá svo aldrei þessu vant á Kaffi Akureyri og við skemmtum okkur konunglega fram á morgun. Fengum að hafa dansgólfið nánast út af fyrir okkur og ég veit ekki hvað og hvað. Ég er ekki frá því líka að rassarnir okkar Lindu hafi fengið frekar mikla athygli þetta kvöld hehehe en hei, það er nú bara gaman. Stelpuskjátan ég gerði ekkert af mér þetta kvöld frekar en önnur svo það er ekkert slúður í þetta sinn pípol.

Jæja, ég er orðin svo svöng að ég er að hugsa um að fara í Bónus og kaupa mér eitthvað girnilegt í matinn, ég er ekkert nema HUNGRUÐ í dag, fékk engan hádegismat eða neitt :( grát grát.

Styttist í að ég fari til útlanda líka, var að lesa á blogginu hennar Rósu að ég er að fara í loftið kl 07:40 mánudaginn 30.ágúst næst komandi - en áður en að því kemur á margt eftir að gerast, trúið mér hahahahahahahahaha, djamm á Ak, flutningur suður, djamm á Bif og margt fleira - bíðið bara.

Over and out 10-4

laugardagur, júlí 17, 2004

Hellú honís,

Jæja, ég er að hugsa um að byrja á því að monta mig smá - ég nebblilega skellti mér á vigt síðustu helgi í bænum og er ég ekki bara búin að missa 5 kíló sísvona!!! Mér finnst það bara jákvætt og mér finnst að þetta ætti að halda áfram bara án þess að ég geri nokkuð :P (fat chance ha?). En það borgar sig greinilega að vera að vinna svona aðra hvora helgi bara fram á morgun, sleppa áfenginu (stelpur, áfengi er bara FITANDI, ég er alveg búin að sjá það!!!). En maður verður fljótur að drekka þetta á sig aftur í Þýskaralandinu, efa það ekki. Ennnnn, ef ég fer bara út með föt sem passa á mig núna, engar buxur sem eru aðeins of stórar, enga boli sem geta falið bumbuna og allt það, eru þá ekki líkur á því að ég haldist bara nokkuð góð??? Ég er að spá í að stefna á það allavega ..... verð að fá Írisi og Rósu til að fylgjast með mér í LúníTán (aka Lüneburg).

Ég er búin að vera dugleg að vinna núna undanfarið (yeah right, var ég ekki á landsmóti og svo í afmæli???) allavega finnst mér ég ekki gera mikið annað en að vinna, ríða út og sofa. Sem er nú í sjálfu sér ágætt, en það er bara eitthvað svo furðulegt við það að mér finnst ég ekki eiga neina peninga eftir þetta sumar, magnað hvað það er dýrt að búa einn, borga leigu, borga mat, borga bensín, borga borga borga!!!! Hlakka til að eignast mann, það hlýtur að vera hagkvæmara að vera 2 í heimili heldur en einn, svo eru líka svo margir kostir sem fylgja því að eiga mann haha ;) Hver veit nema draumaprinsinn minn skelli sér á Kaffi Ak í kvöld og heilli mig bara upp úr skónum, ekki væri það nú leiðinlegt maður.

Ég held að ég sé að fá heimsókn næstu helgi, hef samt ekkert heyrt í þeim gellum sem ætla/ætluðu að koma. Ég skil samt alveg ef þær hætta við, veit hvað það er mikið að gera hjá manni þegar maður er að fara til úglanda eftir nokkra daga ..... En endilega látið mig vita í vikunni hvort þið ætlið að koma skvíses ;)

Æi man ekki meira
Lov tú ja all

This page is powered by Blogger. Isn't yours?